Vikoma er leiðandi í heiminum með yfir 50 ára reynslu

Hafðu samband

Vikoma er leiðandi í heiminum með yfir 50 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á áreiðanlegum og nýstárlegum búnaði í endurheimt á olíu og umhverfislausnum.

Vikoma státar af miklu úrvali af búnaði til þess að girða af mengunarslys á sjó og vatni.  Einnig með búnað til endurheimta olíu og fleira úr sjó og vatni.

Sérfræðingateymi okkar mun veita þér áreiðanlegar lausnir til að uppfylla kröfur þínar.

HI Sprint

HI Sprint er sterk og slitþolin flotgirðing, er blásin upp í gegnum einn ventil á hraðvirkan máta, er auðveld í uppsetningu og er fáanleg í ýmsum stærðum.

Flotgirðingin er með mjúku yfirborði, er framleidd úr slitsterku og sveigjanlegu neoprene gúmmíi, hefur mikla flothæfni og gott þyngdarhlutfall sem gefur flotgirðingunni góða eiginleika að fljóta með öldunni.

Flotgirðingin er öflugur mengunarvarnarbúnaður sem gefur ekkert eftir við olíuleka, kemur í veg fyrir að olían dreifi úr sér, og útilokar myndun vatnshvirfils og skvetta sem geta myndast við notkun á smærri eða óteygjanlegri flotgirðingu.

Sveigjanleiki hennar gerir það að verkum að hún er slitsterkari en aðrar flotgirðingar og minnkar álagið sem á til að myndast hjá stífari flotgirðingum.

Einn ventill

Flotgirðingin er hönnuð með búnaði sem kemur í veg fyrir að hún leki þegar hún er blásin upp. Flotgirðingin er með þrýstingsvörn og sérstakan tengibúnað sem gerir það að verkum að hún blæs upp á einfaldan og hraðvirkan máta.

Hinn öflugi lágþrýstiblásari getur blásið 300m af HI Sprint 1500 flotgirðingu á innan við 14 mínútum.

Hólfaskipt flotgirðing

Flotgirðingin er hólfaskipt með þriggja til fimm metra millibili, sem mynda sjálfstæð hólf sem eru lokuð með ventli sem gengur í eina átt. Ef eitt hólf skemmist eða lekur, munu hólfin sitthvoru megin við skemmda hólfið styðja við það, og þar af leiðandi halda virkni flotgirðingarinnar.

HI Sprint er einnig fáanleg úr enn sterkara efni, (Heavy Duty) tvöföldu neoprene gúmmíi sem hentar betur á íshafi eða á mengunarsvæðum þar sem er mikið magn af rusli. Einnig tilvalin sem varnargirðing gegn smærri skipum sem eru að reyna að komast inn á bannsvæði.

 Kostir

  • Auðvelt í uppsetningu
  • Blásin upp á einum stað
  • Hólfaskipt
  • Framleidd úr slitsterku, teygjanlegu neoprene efni
  • 300 metra girðingu er hægt að koma fyrir á örfáum mínútum
  • Örugg og hröð uppsetning
  • Fylgir öldunni vegna sveigjanleika og lágs þrýstings lofts í hólfunum
  • Raskar ekki vistkerfi sjávar
  • Þolir allt frá -40°til 90°á celsíus

Lýsing

  • Uppblásin hæð: 750mm – 2000mm
  • Fríborðshæð: 365mm – 900mm
  • Drægni: 400mm – 1100mm
  • Þyngd á meter: 6.68kg – 11.2kg
  • Efni: Neoprene
  • Kjölfesta: Galvaníseruð keðja
  • Lengd hvers hluta: 25m eða 50m

Vikoflex

Vikoflex bóman er flotgirðing með innbyggðu frauðfloti. Hún er sérstaklega notuð til varnar gegn dreifingu á olíu sökum leka, ásamt því að vera notuð sem varanleg einangrun.

Hún er harðger, auðveld í notkun og hentar vel á rólegum og friðuðum svæðum.

Flotgirðingin er ónæm fyrir hita, sól og vetniskolum, sem og mikilli og erfiðri notkun, en er endingargóð og auðveld í þrifum.

Vikoflex er hönnuð fyrir róleg vatnasvæði, svo sem ár, lón, svæði nær ströndum og höfnum. Girðingin er fáanleg í mismunandi stærðum eftir þörfum viðskiptavinarins.

Flotgirðingin er framleidd úr hágæða PVC húðuðu efni, sem inniheldur frauðflot og lóðréttum trefjaglersherði. Hún er smíðuð í 5-25 metra einingar, sem síðan eru festar með stálboltum (U boltar), Unicon tengi eða sérstökum þrýstilögnum (ASTM) eftir óskum.

Til að auðvelda færanleika er Vikoflex búin handföngum og sleppibúnaði við efri og neðri brúnir, ásamt festingum sem hægt er að nýta þegar straumharðar er.

Til að auðvelda meðhöndlun og nýtingu á plássi, er Vikoflex fáanleg í álkössum sem hægt er að stafla hvern ofan á annan.

Vikoflex flotgirðinginguna er hægt að opna beint úr álkassanum eða beint af spólu.

Kostir

  • Auðvelt í uppsetningu
  • Þarf ekki að blása upp
  • Innbyggt frauðflot
  • Framleidd úr sterku og teygjanlegu Polyurethane efni
  • 300 metra girðingu er hægt að koma fyrir á örfáum mínútum
  • Þolir allt frá -40°til 90°á celsíus
  • Hægt að nota sem varanlega lausn

Lýsing

  • Heildarhæð: 350mm – 1100mm
  • Fríborðshæð: 125mm – 400mm
  • Drægni: 225mm – 710mm
  • Þyngd á meter: 1.2kg – 3kg
  • Efni: Polyurethane
  • Kjölfesta: Galvaníseruð keðja
  • Lengd hvers hluta: 5m, 10m, 15m, 20m, 25m
  • Festingar: ASTM eða Unicon

VikoSeal

Vikoseal er 2 stk girðingar sem hver mynda H og hægt er að nota á milli skips og bryggju þegar er verið að dæla olíu í og úr skipi t.d.  Einnig er hægt að nota þetta milli 2 skipa.  Ein girðingin er sett að framan og hin að aftan til girða mögulegt svæði þar sem að olía gæti farið í sjóinn.  Þetta aðlagst og þéttir mjög vel upp á ef það kemur einhver olíuleki upp.  Kosturinn við Vikoseal girðinguna er að hún er ekki tímafrek, að setja hana út útheimtir 2 manneskjur og eina loftpressu.

Stólpabryggjur hafa ávallt verið áskorun þegar verjast þarf olíuleka en Vikoseal girðingin okkar vinnur bug á því vandamáli. Kerfið er hægt að festa, með lágmarksvinnu fyrir stjórnanda, þegar búið er að leggja að höfn. VikoSeal er tengd með frauðfylltri neoprene griðingu á sleða meðfram allri bryggjunni til að jafna út sjávarföllin.

Sveigjanleiki og styrkleiki neoprene efnisins virkar fullkomlega og skapar annars konar lausn við að umlykja skipskrokkinn með varnarbúnaði fyrir olíuhreinsunar girðinguna. VikoSeal er tilsniðin með sterkum slitborða, sérhönnuðum til að veita viðnám við núningi og til að endast lengi.  Tvöfalt neoprene efni sem hlífir saumum bómunnar og veitir viðnám við núningi, óæskilegum efnum og umhverfisáhrifum.

Kostir

  • Hentar við olíuflutninga á milli skipa
  • Hentar allri starfsemi við bryggju og hafnargarða
  • Örugg og einföld nýting bómu
  • Minna mannafl við notkun
  • Hentar vel við eldsneytistöku og aðgerðir við pramma
  • Hátt viðnám við núning
  • Mikið togþol
  • Eitt og sér eða sem hluti af bryggjuþéttikerfi
  • Kemur í staðinn fyrir kröfu um afmörkunargirðingar
  • Minni kostnaður í tengslum við olíuflutning
  • Auðvelt í uppsetningu

Lýsing

  • Ýmsar stærðir framleiddar í samræmi við þarfir viðskiptavina

Komara Mini

Vikoma hefur þróað hönnun nýrrar spaðatækni sem dregur að sér olíu og veitir þar af leiðandi mikla endurheimt olíu með lágmarksupptöku vatns.

Vikoma Komara skúmspaðarnir sem draga að sér olíu, eru líklega best þekktu og útbreiddustu spaðar í heimi.

Komara Micro er mjög öflugur skúmspaða búin tækni sem dregur að sér olíu og annað efni sem flýtur á vatni. Spaðinn er sterkur og stöðugur en samt sem áður mjög færanlegur vegna þróaðrar hönnunar og nútímalegs efnis sem notað er í tækið.

Vegna samþjappaðrar stærðar er hægt að nota Komara Mini á nánast öllum svæðum innanlands og við strandlengju þar á meðal við hafnir, á úrgangsolíusvæðum, í strand aðgerðum, á vatnasvæðum innanlands, í tjörnum, á vötnum, í mýrlendi, á fenjasvæðum og öllum öðrum svæðum þar sem þarf að ná olíu úr vatni.

Komara Mini skúmspaðinn er með röð af diskum sem getur náð olíu allt að 9m3   á klst, með minna en 2% vatnsupptöku. Hlutfall upptöku skúmspaðans hefur verið prófaður og vottaður af Lloyd´s.

Kerfið er útbúið fljótandi, færanlegri pumpu sem flýtur nálægt spaðanum til að koma olíu sem náðst hefur, á viðeigandi stað. Einnig er hægt að nota staðbundna pumpu með Komara Mini kerfinu, hentar mjög vel fyrir flothylki eða minni flotbryggjur.

Aflgjafi Vikoma veitir straumkraft til að virkja haus skúmspaðans og pumpuna. Aflgjafinn býr yfir einstakri tveggja hluta samsetningu og því þarf aðeins tvær manneskjur til að koma henni fyrir.

Komara Mini kerfið samanstendur af Komara spaða virkjaður af vökvaknúnum aflgjafa, flotpumpu og slöngusetti.

Komara Mini skúmspaðann er einnig hægt að fá með rafmagns-eða loftknúnu kerfi.

Endurheimtarhlutfall og full endurheimt á kerfinu fer eftir tegund pumpunnar og öðrum fylgihlutum búnaðarins sem tengdur er við spaðann.

Kostir

  • Fyrirferðarlítill, léttur og auðveldur í flutningum
  • Hentar vel í erfiðum aðstæðum
  • Mjög öflugur skúmspaði
  • Endurnýtingarhlutfall 9m3 á klst
  • Nær 98% af olíu og minna en 2% af vatni

Lýsing

Stærð spaðans:

  • 88(L) x 50(B) x 43(H)cm
  • Endurheimt allt að: 9m3 á klst
  • Endurheimtarhlutfall og full endurheimt á kerfinu fer eftir tegund pumpunnar og öðrum fylgihlutum búnaðarins sem tengdur er við spaðann.

Vottaðir af eftirtöldum flokkunarfélögum

Fagmennska í fyrirrúmi

Hafðu samband í dag

Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.