Það eru mörg atriði sem hafa áhrif á líftíma stálþilja.

Hafðu samband

Bryggjuþil

Stálþil í höfnum eru af ýmsum stærðum og gerðum og eiga að endast allt að 50 ár við kjöraðstæður. Þó er margt sem getur haft áhrif á líftíma slíkra þilja og því er nauðsynlegt að fylgjast með ástandi þeirra. Svo að hægt sé að grípa til viðunandi aðgerða áður en að tjón hlýst af.

.

Tæring

Tæring er helsti skaðvaldur á bryggjuþiljum og er hún mismikil eftir aðstæðum á hverjum stað.

Nokkur atriði hafa áhrif á hversu mikil tæringin er á hverjum stað og má þar helst nefna:

 • Útleiðsla
 • Mengun
 • Örverur
 • Staðhættir

Ef að tæringin nær að mynda göt í þilið getur efni farið að skolast undan bryggjuþekjunni með hreyfingum flóðs og fjöru. Við það myndast holrými undir plötunni sem dregur til muna úr styrk hennar og getur að lokum orðið til þess að hún gefur sig undan þunga þeirra vinnuvéla sem á henni vinna með tilheyrandi slysahættu.

Þykktarmæling

Með þykktarmælingu má meta ástand þils og sjá umfang tæringar mun nákvæmar.
Þess eru dæmi að þil hafi verið dæmd ónýt þegar í raun er hægt er að gera við þau 90% af þilum er í upprunalegri þykkt fyrir ofan og neðan tæringasvæði.

Þykktarmæling er gerð með Tritex-Multigauge Ultrasonic 5600 þykktarmæli sem hefur reynst afar vel við að meta ástand bryggjuþila. Mælingin sjálf er gerð að jafnaði á 5 metra bili þvert á þilið, en teknar eru allt að fimm mælingar, lóðrétt á þilið, á hverjum stað fyrir sig og eru allar mælingar um leið staðsettar nákvæmlega. Ef sjónskoðun gefur tilefni til að mæla oftar og ítarlegar þá er það gert og fer þá lengdarbilið niður í 1 metra, sé þörf á því.

Fórnarskaut

Með réttri hönnun og uppsetningu fórnarskauta má hámarka líftíma stálþils.

Köfunarþjónustan hefur nú hafið samstarft við stærsta framleiðanda fórnaskrauta í Evrópu. Tæknimenn þeirra geta tryggt rétta hönnun fyrir tiltekið stálþil og þar með hámarkað líftíma þess.

Við hönnun fórnarskauta á bryggjuþili eru eftirtaldir þættir hafðir í huga:

 • Endingartími fórnaskraut 5 – 25 ára
 • Stærð þilja
 • Heildarfjöldi bára
 • Sjávarhæð (flóð og fjara)
 • Botn sjávar (dýpi)
 • Hversu langt er þilið rekið í botn (hversu mikill hluti þils er grafið)
 • Staðsetning (svo að hægt sé að meta hitastig sjávar og seltu)
 • Mæla útleiðslu

Uppsetning fórnaskauta

Eftir að hönnun liggur fyrir og fórnarskaut hafa verið framleidd samkvæmt hönnun er komið að uppsetningu.

Eftir uppsetningu er hægt að fylgjast með virkni fórnaskauta með þar til gerðum mæli án mikils tilkostnaðar og fyrirhafnar hafnarstarfsmanns

Bryggjuviðgerðir

Köfunarþjónustan hefur þróað með sér aðferð til að gera við skemmdir í stálþiljum með töluvert minn tilkostnaði en fælist í því að reka niður nýtt þil og byggja upp nýja þekju.

Einn af stóru kostunum við þessa aðferð er að hún unnin á stuttum svæðum í senn og hefur því lítil sem engin áhrif á rekstur hafnarinnar á meðan á henni stendur og því eru neikvæð áhrif viðgerðanna á rekstur hafnarinnar hverfandi.

Dæmi um hafnir þar sem að þessi aðferð hefur verið notuð til viðgerða vegna tæringar ákomu skips:

 • Vestmannaeyjar
 • Grundartangi
 • Hafnarfjörður
 • Hofsós
 • Sauðárkrókur
 • Seyðisfjörður,
 • Reyðarfjörður
 • Eskifjörður
 • Norðfjörður
 • Höfn
 • Faxaflóahafnir
 • Þórshöfn
 • Húsavík
 • Helguvík

Vottaðir af eftirtöldum flokkunarfélögum

Fagmennska í fyrirrúmi

Hafðu samband í dag

Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.