Mengunarslys í og við hafnir geta orðið fyrirvaralaust. Algengustu mengunarslysin verða þegar bátur sekkur, skip strandar og þegar skip dæla kjölvatni í hafnir.
Dýralíf getur orðið fyrir alvarlegu tjóni auk þess sem það þarf oft að hreinsa bæði hafnarmannvirki og báta.
Köfunarþjónustan er bæði með öflugan mengunarvarnarbúnað svo sem flotgirðingar sem notaðar eru til þess að einangra menguarsvæðið og afkastamikinn svartolíuskimara sem skilur svartolíu frá sjó.
Svartolíuskimarinn notar bursta sem draga í sig svartolíuna sem síðan er dælt á land.
Köfunarþjónustan getur mætt með búnaðinn hvert á land sem er með skömmum fyrirvara.