KÖFUNARÞJÓNUSTAN UMHVERFIS – OG ÖRYGGISSTEFNA

Markmið Köfunarþjónustunnar er að vera fremstir í að veita viðbragðsþjónustu í neyðartilvikum, sem og að vera leiðandi í fyrirbyggjandi aðgerðum.

Með hugvit að leiðarljósi stefnir Köfunarþjónustan á að gæta hagsmuna verkkaupa sinna í verkefnum sínum án þess að fórna hagsmunum umhverfisins við erfiðar aðstæður.

Öryggistefna

Köfunarþjónustan kappkostar að koma á hættulausu vinnuumhverfi. Köfunarþjónustan hlítir öllum gildandi reglum og reglugerðum í störfum sínum. Köfunarþjónustan mun ekki slaka á öryggiskröfum til að ná rekstrarmarkmiðum.

Viðurkenndar stjórnunarreglur

Köfunarþjónustan fylgir bestu alþjóðlegu viðurkenndu starfsvenjum og nýjustu starfsháttum iðnaðarins. Köfunarþjónustan kappkostar að bæta vinnuferla í takt við nýjustu breytingar hverju sinni.

Stjórnun

Köfunarþjónustan staðfestir að umhverfis- og öryggisstefna er samkvæmt línulegri ábyrgð þar sem stjórnendur skapa og viðhalda slysalausu vinnuumhverfi þar sem starfsmenn eru virkir í að koma í veg fyrir óhöpp og heilsutjón. Stjórnendur munu tryggja að starfsmenn séu færir um að bera kennsl á hættur og að beita öryggisráðstöfunum.

Köfunarþjónustan hefur öryggið í fyrirrúmi.

Þátttaka starfsmanna

Starfsmenn eru hvattir til að bera ábyrgð á eigin öryggi og fólks í kringum það. Sérhver starfsmaður hefur vald og er skyldugur til að stöðva ótryggar starfsaðstæður. Köfunarþjónustan hefur samráð við fulltrúa starfsmanna um daglegar umhverfis- og öryggisaðstæður.

Keðjuábyrgð

Það er lykilatriði að tryggja vinnureglur á milli verkkaupa, Köfunarþjónustunnar, birgja og verktaka. Köfunarþjónustan vinnur eingöngu með birgjum og undirverktökum sem geta uppfyllt allar kröfur.

Skuldbinding

Stjórn Köfunarþjónustunnar sýnir skuldbindingu sína við þessa stefnu með því að:

 • Miðla umhverfis-og öryggisstefnu til allra starfsmanna og hlutaðeigendur.
 • Setja öryggið á oddinn á öllum stjórnarfundum.
 • Setja rekstrarmarkmið sem styðja þessa umhverfis-og öryggisstefnu.
 • Gæta þess að markmið séu ekki misvísandi.
 • Veita úrræði til að skapa, nota og bæta öryggisráðstafanir, þar á meðal þjálfun starfsmanna.
 • Vinna að sífelldum bótum á stjórnunarkerfi.

Markmið

Helstu markmið Köfunarþjónustunnar í umhverfis-og öryggismálum eru:

 1. Engin banaslys og meiðsli
 2. Ekkert óafturkræft heilsutjón.
 3. Ekkert tjón á búnaði.
 4. Fara eftir kröfum verkkaupa.
 5. Fara eftir gildandi reglum og reglugerðum.