Þarf að huga að snjóflóðavörnum?
Mikil sérfræðiþekking er til staðar innan fyrirtækisins við uppbyggingu snjóflóðavarna ásamt sérútbúnaði til að vinna krefjandi verk sem slík. Meðal annars höfum við smíðað sérútbúinn kláf til vöruflutninga og sérútbúinn bor.
Hér fyrir neðan er útlistun á þeim verkefnum sem við höfum komið að.
Siglufjörður
Unnið var við uppsetning stoðvirkja til snjóflóðavarna í Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.
- Framkvæmdasvæðið er í brattri fjallshlíð með klettabeltum.
- Hæð yfir sjávarmáli er frá 320m til 570m.
- Heildarlengd stoðvirkjanna sem reist voru í samtals 14 línum eru um 1.600 metra langar.
Hafðu samband í dag
Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.