Persónuverndarstefna Köfunarþjónustunnar

Köfunarþjónustan er umhugað um að vernda upplýsingarnar þínar og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu
Köfunarþjónustunnar leggjum við áherslu á að hjálpa þér að kynna þér hvaða persónuupplýsingum er safnað, í hvaða tilgangi við söfnum þeim og hvernig þú getur haft áhrif á meðhöndlun þeirra gagna. Markmið okkar er að þú kæri viðskiptavinur sért upplýstur um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar. Köfunarþjónustan kt. 431007-1180 , heimilisfang Óseyrarbraut 27, 220 Hafnarfjörður er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu.

Hverjar eru þessar persónuupplýsingar sem þú ert að veita okkur?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings (þín), samkvæmt skilgreiningu persónuverndarlaga. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar. Þetta geta verið upplýsingar eins og nafn, heiti fyrirtækis, heimilisfang, símanúmer, netfang, kennitala fyrirtækis, viðskiptavinarnúmer og fæðingardagur, innkaupa- eða greiðsluferill, greiðsluupplýsingar, lánshæfismat, kennitala, myndir eða myndskeið, vefkökur og rafræn rakningargögn.

Hvernig notum við þessar upplýsingar?

Við notum persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að byggja upp og þróa tengsl við þig sem viðskiptavin og væntanlegra nýrra viðskiptavina. Köfunarþjónustan nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Gögn eru geymd eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu og skilmála samninga, nema þegar lög og reglur kveða á um lengri geymslutíma.

Persónuupplýsinga er safnað á eftirfarandi hátt:
  • Í hvert skipti sem að þú pantar/kaupir þjónustu hjá Köfunarþjónustan vinnum við úr auðkenningarupplýsingum þínum, greiðsluupplýsingum, rafrænum rakningargögnum vegna kaupa þinna í netverslun okkar og upplýsingum sem koma fram í rafrænum samskiptum okkar við þig.
  • Þegar þú heimsækir samfélagsmiðla Köfunarþjónustunnar eins og Facebook- eða Linkedin síðu okkar söfnum við um þig gögnum og vinnum úr þeim persónuupplýsingum sem koma fram í umferð þinni og samskiptum á síðunum. Þetta gerum við til að geta svarað fyrirspurnum þinum.
  • Þegar þú heimsækir vefsíðu Köfunarþjónustunnar er vefkökum komið fyrir og við söfnum gögnum um notkun þína á vefsíðunni. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar á meðan aðrar hafa hagnýtan eða tölfræðilegan tilgang eða markaðssetningartilgang. Sumar upplýsingar verða fluttar til þriðju aðila.
  • Köfunarþjónustan er með rafrænar eftirlitsmyndavélar og þegar þú heimsækir höfuðstöðvar okkar kann að vera að þú verðir tekinn upp á mynd. Þetta er gert í farvarnar- og öryggisskyni og er myndefnið geymt eins lengi og nauðsyn krefur en er eytt alla jafna eftir 90 daga.
  • Köfunarþjónustan vinnur með tölvupóstfang sem þú hefur samþykkt fyrirfram að gefa upp í því skyni að stunda markaðssetningu og á þeirri þjónustu sem Köfunarþjónustan selur. Skráning á póstlista er valkvæð en með henni samþykkir þú að Köfunarþjónustan megi samkeyra persónuupplýsingar úr viðskiptakerfi fyrirtækisins til að geta veitt betri þjónustu og einstaklingsmiðaðri skilaboð. Þér er heimilt að afskrá þig af slíkum póstlista hvenær sem er með því að smella á þar tilgerðan hlekk í markpósti eða senda á netfangið personuvernd@diving.is

Um meðferð Köfunarþjónustunnar á persónuupplýsingum fer samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma hér á landi. Hægt er að kynna sér lagalegan grundvöll um persónuverndarlög hér. Um gagnavinnslu Facebook má kynna sér hér og Instagram hér.

Öryggi gagna þinna og réttindi

Köfunarþjónustan leggur áherslu á að persónuuplýsingar þínar séu varðveittar á öruggan hátt og tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar þínar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Öll samskipti við vefþjóna Köfunarþjónustunnar eru að sjálfsögðu dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS).

Þú átt á rétt á og getur óskað eftir að Köfunarþjónustanveiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig. Þá kann einnig að vera að þú hafi rétt á að fá afrit af upplýsingunum. Við ákveðnar aðstæður getur þú farið fram á það við Köfunarþjónustan sendum upplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið okkur í té eða stafa frá þér, beint til þriðja aðila.

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað.

Viljir þú ekki láta eyða upplýsingum þínum, t.d. vegna þess að þú þarft á þeim að halda til að verjast kröfu, en villt samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu fyrirtækisins getur þú óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum þínum byggð á lögmætum hagsmunum fyrirtækisns átt þú einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

Framangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög að skylda Köfunarþjónustunnar til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur fyrirtækið hafnað beiðni þinn vegna réttinda félagsins, s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji fytitækið þau réttindi vega þyngra. Réttindi þín til að mótmæla vinnslu í markaðssetningar tilgangi er þó fortakslaus.

Þú getur kvartað til Persónuverndar (www.personuvernd.is) ef Köfunarþjónustan neitar að afhenda þér ákveðnar upplýsingar eða ef þú er ósátt/ur við vinnslu Köfunarþjónustunnar á persónuupplýsingum.

Ef upp koma aðstæður þar sem að Köfunarþjónustan getur ekki orðið við beiðni þinnis mun fyrirtækið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Endurskoðun persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefna Köfunarþjónustan er endurskoðuð með reglulegu millibili og er það stefna fyrirtækisins að það sé skýrt hvernig fyrirtækið safnar og meðhöndlar persónuupplýsingarnar þínar. Köfunarþjónustan áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnunni fyrirvaralaust en ávallt innan þeirra lagaramma og samninga sem kveða á hverju sinni. Þar sem Köfunarþjónustan er að vinna með þínar persónuupplýsingar tökum við opnum örmum á móti hvers kyns fyrirspurnum eða ábendingum er snúa að persónuverndarstefnu okkar og má senda á netfangið personuvernd@diving.is