Köfunarþjónustan ehf er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu á sviði köfunar, er vel tækjum búið og hefur yfir að ráða hópi reyndra atvinnukafara. Fyrirtækið tekur að sér stór sem smá köfunarverkefni í sjó, vötnum og uppistöðulónum ásamt þvi að kafa í allskonar tanka, brunna og dæluhús.

Köfunarþjónustan ehf. er viðurkennd af helstu flokkunarfélögum heims og veitir þjónustu, öllum erlendum skipum sem eiga viðkomu hér á landi.  

Tækjakostur fyrirtækisins er með því besta sem hægt er að bjóða upp á í köfunarverkefnum.  Fyrirtækið er með nokkrar færanlegar köfunar-stjórnstöðvar sem hægt er að flytja á milli staða með skömmum fyrirvara hvert á land sem er, loftdælur sem flytja köfurum loft til að þeir geti lengt veru sína í neðansjávarverkefnum, trygg fjarskipti við stjórnstöð og afþrýstiklefar tryggja skilvirkni og öryggi.

Köfunarþjónustan leggur áherslu á:

  • – fagmennsku og traust vinnubrögð,
  • – að veita góða þjónustu á sanngjörnu verði og af bestu gæðum,
  • – að vinna samkvæmt óskum viðskiptavinarins,
  • -að gefast aldrei upp og leysa öll þau vandamál sem upp kunna að koma,
  • -að vera sjálfbærir í sínum rekstri,
  • -að sýna ráðdeild í rekstri og sóa ekki fjármagni, efni eða verðmætum.

Meðal verkefna sem félagið sinnir er þjónusta við sjávarútveginn sem felst m.a. í því að skera aðskotahluti úr skipsskrúfum, skipta um fórnarskaut (zink) og botnstykki dýptarmæla,  botnhreinsun skipa, póleringu skipsskrúfa og suðuvinnu svo eitthvað sé nefnt.  

Köfunarþjónustan ehf býður upp á margvíslega þjónustu fyrir hafnir landsins.  Viðgerðir á bryggjuþilum og uppsetning fórnarskauta á þau til að hindra tæringu, hreinsun hafna og dýptarmælingar eru meðal helstu verkefna.  

Ef óhöpp verða, þá þarf oft að bregðast hratt við til að bjarga verðmætum og er Köfunarþjónustan því með vakt allan sólarhringinn og reiðubúin að takast á við ný verkefni með skömmum fyrirvara.