Alhliða þjónusta frá hönnun til útsetningar
Útsetning nýrra lagna
Köfunarþjónustan hefur unnið við útsetningu lagna í sjó og vötnum um árabil og af fenginni reynslu, mælum við með nokkrum einföldum skrefum til að tryggja skilvirka og örugga vinnu.
- Fjölgeislamæling, tryggir að besta lagnaleiðin sé valin og auðveldar alla vinnu þar sem mjög nákvæmt dýptarkort fæst úr þessum mælingum.
- Hönnun, hér skal tekið tillit til landslags og strauma til að ákvarða stærð og útfærslur á sökkum
- Efnisöflun, ef að búið er að útvega allt efni og koma því á staðin styttir verktíma og einfaldar allt skipulag. Köfunarþjónustan getur útvegað allt efni sem til þarf.
- Útsetningu lagnar.
- Fjölgeislamæling og innmæling lagnar.
Þetta auðveldar allt eftirlit og viðhald lagnar, því að með reglulegri fjölgeislamælingu er auðvelt að sjá hvort að lögnin sé á hreyfingu og þá er hægt að grípa til viðeigandi aðgerða.
Eftilit og viðhald
Köfunarþjónustan býður upp á tvennskonar eftirlit með lögnum í sjó og vötnum.
Annars vegar er um að ræða fjölgeislamælingu sem gefur nákvæma mynd af staðsetningu lagnar með tilliti til umhverfis og dýptar.
Hins vegar er um að ræða köfun þar sem að kafað er meðfram allri lögninni, hún mynduð og gerð skýrsla um ástand hennar, hvort sökkur séu á lofti eða aðrir þættir sem þarfnast nánari athugunar. Einnig gerum við kostnaðaráætlun við lagfæringar ef einhverjar slíkar eru.
Hafðu samband í dag
Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.