Þarftu að fá endurnýjun á haffæri?

Hafðu samband

Aðskotahlutur í drifbúnaði skipa

Ýmsir aðskotahlutir geta lent í skrúfubúnaði skipa og ekki er alltaf augljóst hvort eitthvað er fast í skrúfubúnaði skipa eða hvort hann hefur orðið fyrir skemmdum. Algengast er að veiðarfæri, keðjur, vírar eða hjólbarðar festist í skrúfbúnaðinum og getur það haft alvarlegar afleiðingar á búnaðinn og skemmt hratt út frá sér. Bæði á það við um skrúfu og stýrisbúnað. Ef grunur leikur á að aðskotahlutir sé í skrúfubúnaðinum eða að hann hafi orðið fyrri skemmdum getur Köfunarþjónustan sent teymi á staðinn sem getur fljótt og örugglega hreinsað burt aðskotahlutinn eða gert úttekt á því hvort að skemmdir séu til staðar og hvort frekari aðgerða er þörf.

Botnskoðun

Við erum vottaðir af fjórum flokkunarféllögum til að framkvæma klassa skoðanir á botni skipa.
Botnskoðun er aðkallandi ef skip hafa tekið niðri eða orðið fyrir skakkaföllum. Í slíkum botnskoðunum er kannað ástand skipsskrokksins ásamt því að farið er yfir botnmálningu, fórnarskaut, öxulþéttingar, skrúfu- og stýrisbúnað, botnstykki og sjókistur.
Við bregst ávallt eins hratt og auðið er við öllum beiðnum um botnskoðanir.
Eftir botnskoðun skilum við af okkur góðri skýrslu um ástandið ásamt hlekk í myndskeið sem ýmist má streyma eða hala niður á tölvu.

Botnstykki

Ef upp kemur grunur um að botnstykki séu ekki að virka rétt eða skipta þarf um þau. Þá hefur Köfunarþjónustan mikla reynslu af þjónustu við botnstykki skipa og getur séð um að yfirfara þau, hreinsa eða skipta þeim út allt eftir því hvað reynist nauðsynlegt.

Fórnarskaut (sink)

Nauðsynlegt er að fylgjast með ástandi fórnarskauta á skipum. Gott ástand fórnarskauta kemur í veg fyrir tæringu á öðrum hlutum samanber botnlokum, skrúfu- og stýrisbúnaði ásamt því að síður verður flögnun á botnmálningu. Köfunarþjónustan getur séð um að kanna ástand fórnarskauta ásamt því að skipta um þau skaut sem eru orðin eru orðin of tærð. Þessi vinna er yfirleitt ekki tímafrek og hefur því ekki mikil áhrif á áætlanir skipa en getur á móti verið einföld leið til að draga úr öðru viðhaldi. Kafarar okkar taka upp myndbönd af allri sinni vinnu og fær verkkaupi aðgang að þeim ásamt skýrslu yfir þá vinnu sem er framkvæmd og ástand fórnarskauta.

Pólering á skrúfu

Það að vera með vel póleruð skrúfublöð hefur í för með sér töluverðan olíusparnað eða allt að 4%.
Við erum vel tækjum búnir til að framkvæma þessa vinnu á fljótlegan og hagkvæman hátt.
Til að hámarka olíusparnað er mælt með að pólera skrúfublöð á sex mánaða fresti.

Botnhreinsun

Við eigum til búnað sem notaður er í að hreinsa botn á skipum til að minka viðnám í sjó og þar af leiðandi stuðla að olíusparnaði.

Vottaðir af eftirtöldum flokkunarfélögum

Fagmennska í fyrirrúmi

Hafðu samband í dag

Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.