Þarftu að kortleggja grunninn fyrir mannvirkjagerð?
Botnrannsóknir Köfunarþjónustunnar
Köfunarþjónustan veitir margs konar þjónustu varðandi rannsóknir á botni sjávar og stöðuvatna. Þar á meðal eru:
- Fjölgeislamælingar,
- Setþykktarmælingar
- Öflun borkjarna úr lausum jarðlögum
- Botnsýnataka.
Köfunarþjónustan hefur nána samvinnu við Kjartan Thors ehf. um ýmis rannsóknaverkefni af þessu tagi.
Einnig býr Köfunarþjónustan yfir búnaði til ýmis konar kvikmyndatöku á hafsbotni. Annars vegar með sleða sem hægt er að draga yfir stór svæði til skoðunar á yfirborði botnsins og hins vegar með neðansjávardróna (ROV) sem hentar til myndatöku á smærri svæðum og getur unnið allt niður á 100 metra dýpi.
Fjölgeislamælingar
Fjölgeislamælingar eru bergmálsdýptarmælingar sem byggjast á mælingu á fartíma hljóðmerkis sem endurvarpað er af botni. Í fjölgeislamælingum er beitt mörgum hljóðgeislum í senn, og hver um sig sendur til botns undir ákveðnu horni. Endurvarp hvers um sig er skráð, og á þennan hátt næst mæling á breiðu svæði á hverri sigldri mælilínu (sjá mynd). Vegna fjölda hljóðgeislanna næst mjög ítarleg mæling á dýpi, sem veitir tækifæri til nákvæmrar kortlagningar. Hér fylgja nokkur dæmi úr fjölgeislamælingum okkar.
Setþykktarmælingar
Með lágri hljóðtíðni og mikilli sendiorku má ná niður í setlög á botni. Tæknin leyfir m.a. mælingar á þykkt lausra jarðefna og dýpi á klöpp. Þessari tækni er beitt við kortlagningu hagnýtra jarðefna, dýptarmælingu á klöpp vegna mannvirkjagerðar og margt fleira.
Kjarnaboranir í laus jarðlög
Með „titringsbor“ (e. vibracorer) má ná kjarna úr lausum jarðlögum. Þetta hefur reynst vel í kortlagningu hagnýtra jarðefna (möl og sandur, kalkþörungaset). Einnig má nota kjarna af þessu tagi við mælingu verkfræðilegra eiginleika setlaga.
Botnsýni
Köfunarþjónustan hefur yfir að ráða botngreip sem hentar vel til að taka sýni af yfirborðsefni á botni hafs og vatna.
Einnig býður köfunarþjónustan upp á þjónustu jarðfræðings við að greina efnið sem fæst úr sýnatökunni og vinna skýrslu með niðurstöðu rannsóknanna.
Myndbandsupptaka
Köfunarþjónustan býr yfir búnaði til ýmis konar kvikmyndatöku á hafsbotni. Annars vegar með sleða sem hægt er að draga yfir stór svæði til skoðunar á yfirborði botnsins og hins vegar með neðansjávardróna (ROV) sem hentar til myndatöku á smærri svæðum og getur unnið allt niður á 100 metra dýpi.
Hafðu samband í dag
Við er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699
og getum brugðist við með mjög stuttum fyrirvara.