Köfunarþjónustan ehf. hefur margra ára reynslu af málmsuðu ofansjávar sem neðnsjávar. Sérstaklega þarf að vanda til allra suðuvinnu neðansjávar því að kælingin er mikil og suður verða stökkari en ella. Köfunarþjónustan notar einungis bestu suðuvíra til notkunar neðnsjávar og áralöng reynsla starfsmanna tryggir bestu mögulegu gæði. Köfunarþjónustan hefur haft umsjón með og framkvæmt neðansjávarsuðuvinnu m.a. í kælibrunnum álvera,við bryggjuframkvæmdir, soðið í skip og báta.