Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér margvíslega vinnu við umhverfismat, sérstaklega vegna framkvæmda sem byggjast á efnistöku af sjávarbotni.
Dæmi um þetta er umhverfismat vegna kalkþörungavinnslu úr Arnarfirði, malartekju af hafsbotni við innanverðan Faxaflóa og skeljasandstekju vegna hugmynda um magnesíumverksmiðju á Suðurnesjum.