Oft fer það ekki á milli mála þegar aðskotahlutir festast í skrúfubúnaði skipa. Veiðarfæri, keðjur, vírar og hjólbarðar sem liggja á hafnarbotninum er það algengasta sem festist í skrúfubúnaði.
Köfunarþjónustan ehf.getur sent kafara á staðinn með skömmum fyrirvara, jafnvel út á rúmsjó ef aðstæður leyfa. Stundum er ekki augljóst hvort að aðskotahlutir eru í skrúfu en einkenni geta m.a. verið aukinn titringur, aukalhljóð, hækkandi hiti í afgasi vélar, minni ganghraði og aukin eldsneytisnotkun.
Aðskotahlutir í skrúfu geta valdið stórfelldu tjóni á skrúfu og stýrisbúnaði sem getur krafist þess að skip þurfi að fara í slipp. Ef grunur leikur á að aðskotahlutur geti verið í skrúfu þá getur Köfunarþjónustan ehf. sent vinnuflokk á staðinn með skömmum fyrirvara með allan nauðsynlegan búnað.