Köfunarþjónustan ehf. býður nú ástandsskoðun bryggjuþilja um allt land. Skoðun á bryggjuþili sem innheldur nákvæma þykktarmælingu og vídeóupptöku ásamt skýrslu um ástand þilsins. Gert er ráð fyrir að skoðun á 200 metra löngu bryggjuþili taki einn vinnudag.

Kafari sér um framkvæmd skoðunarinnar og eru öll göt sem finnast mæld upp og skrásett nákvæmlega. Kafarinn er með áfasta kvikmyndavél meðferðis og getur verkkaupi fylgst með verkinu í rauntíma og að lokum fær hann kvikmyndina afhenta á mynddiski ásamt ástandsskýrslu við lok verksins.

Þykktarmæling er gerð með Tritex-Multigauge Ultrasonic 5600 þykktarmæli sem hefur reynst afar vel við að meta ástand bryggjuþila. Mælingin sjálf er gerð að jafnaði á 5 metra bili þvert á þilið, en teknar eru allt að fimm mælingar, lóðrétt á þilið, á hverjum stað fyrir sig og eru allar mælingar um leið staðsettar nákvæmlega. Ef sjónskoðun gefur tilefni til að mæla oftar og ítarlegar þá er það gert og fer þá lengdarbilið niður í 1 metra, sé þörf á því. (Það vantar meira efni um ávinningin á því að fá þessa þjónustu)