Köfunarþjónustan ehf. hefur yfir að ráða miklum og öflugum dælubúnaði sem samtals getur dælt um 50,000 þúsund lítrum á mínútu!  Dælurnar eru rafmagnsdælur, díseldælur og bensíndælur, allt frá 2“ og upp í 8“ í þvermál og því hentugar í mismunandi verkefni.  Búnaðurinn er allur yfirfarinn reglulega og honum haldið vel við.

Köfunarþjónustan ehf. hefur unnið með byggingariðnaðinum og sá m.a. um alla dælingu úr grunni bílakjallara Smáralindar þegar hann var í byggingu, dælingu úr grunni turnsins við hlið Smáralindar þegar hann var í byggingu og einnig sá Köfunarþjónustan ehf. um að hluta um dælingu úr grunni Hörpunnar.

Viðskiptavinir geta leigt dælurnar og unnið sjálfir við dælingu eða starfsmenn Köfunarþjonustunnar ehf. geta mætt með búnaðinn á staðinn og séð um alla dælingu.   Köfunarþjónustan ehf. er einnig með öflugar rafstöðvar til að knýja dælurnar þar sem rafmagn er ekki til staðar.
Köfunarþjónustan ehf. er með vakt allan sólarhringinn í síma 8635699 og getur brugðist við vatnstjónum eða leka með stuttum fyrirvara.