Köfunarþjónusan ehf.hefur nýlega yfirtekið rekstur Jarðfræðistofu Kjartans Thors ehf og býður þjónustu á verksviði jarðfræðistofunnar.

Þannig bætir Köfunarþjónustan ehf. við sig dýptarmælingum á sjó og vötnum, klappar- og setþykktarmælingum, sýnatöku af botni, m.a. töku kjarnasýna, og margvíslegum öðrum rannsóknum. Jarðfræðistofan verður rekin áfram undir hinu gamla nafni sínu og verkefnin eru unnin undir stjórn Kjartans Thors.

Köfunarþjónustan ehf. hefur til notkunar Kríuna, glænýjan mælingabát í þessi verkefni.  Krian er 6 metra löng tvíbitna smíðuð af Röfnum ehf og hentar hún einstaklega vel í þau verkefni sem Jarðfræðistofan tekur að sér, Stærð hennar gerið það að verkum að auðvelt er að flytja hana á milli landshluta.

Fjölgeislamælingar er gerðar með Teledyne Reson T20P fjölgeislamæli og notast við PDS úrvinnslu forrit við úrvinnslu gagna sem býður upp á fjölbreyta möguleika í afhendingu gagna.

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér seismiskar endurvarpsmælingar (e.seismic profiling), en það eru dýptarmælingar, sem mæla þykkt setlaga og dýpi klappar í botni, auk vatnsdýpis.

Þessum mælingum hefur verið beitt í margvíslegu skyni hérlendis á undanförnum áratugum. Til dæmis hafa þær verið notaðar til að kortleggja kalþörungaset á Vestfjörðum og reikna rúmmál þess. Einnig hafa malarefni á hafsbotni við innanverðan Faxaflóa verið kortlögð með þessari tækni. Endurvarpsmælingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem forrannsóknir vegna framkvæmda í sjó, aðallega hafnarframkvæmda og vegagerðar, og hefur stofan veitt slíka þjónustu í Færeyjum og Grænlandi auk Íslands.

Tækjabúnaður, sem  notaður er við mælingarnar, er annars vegar C-Boom kerfi frá C-Products, og hins vegar Geopulse kerfi frá ORE. Mælingahugbúnaður er C-View.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]