Skorið úr skrúfu

Oft fer það ekki á  milli mála þegar aðskotahlutir festast í skrúfubúnaði skipa.  Veiðarfæri, keðjur, vírar og hjólbarðar sem liggja á hafnarbotninum er það algengasta sem festist í skrúfubúnaði.    Köfunarþjónustan ehf.getur sent kafara á staðinn með skömmum fyrirvara, jafnvel út á rúmsjó ef aðstæður leyfa.  Stundum er ekki augljóst hvort að aðskotahlutir eru í…

Suðuvinna

Köfunarþjónustan ehf. hefur margra ára reynslu af málmsuðu ofansjávar sem neðansjávar. Sérstaklega þarf að vanda til allra suðuvinnu neðansjávar því að kælingin er mikil og suður verða stökkari en ella. Köfunarþjónustan notar einungis bestu suðuvíra til notkunar neðansjávar og áralöng reynsla starfsmanna tryggir bestu mögulegu gæði. Köfunarþjónustan hefur haft umsjón með og framkvæmt neðansjávar suðuvinnu…

Botnskoðun

Botnskoðun getur verið nauðsynleg eftir að skipa hafa lent í áföllum eða tekið niðri.  Köfunarþjónustan er vottuð af helstu tryggingarfélögum til að gera slíkar skoðanir .  Í sumum tilvikum er hægt að fá undanþágu á því að fara með skip í slipp að undangenginni og vottaðri skoðun á botni skipsins.   Botnskoðun innfelur ástandsskoðun á skrokki…

Botnstykki

Köfunarþjónustan ehf. hefur áralanga reynslu í því að skipta um botnstykki m.a. fyrir dýptarmæla, sónar, aflanema og skriðmæla.  Það getur verið þörf á að skoða eða skipta um botnstykki þegar ný tæki er innleidd um borð í skip, eftir að skip tekur niðri.  Ef vart verður við grunsamlegar mælingar frá tækjum þá er getur það…

Sinkun

Fórnarskaut (oft kallað zink) er sett á skrokk skipa og hafa þann tilgang að verja aðra og verðmætari málma gegn tæringu.  Mikilvægt er að fylgjast með ástand fórnarskautana en þau geta eyðst fyrr en áætlanir gera ráð fyrir t.d. vegna útleiðslu í rafkerfi skipa.   Ef fórnarskaut eru of eydd þá getur mikil og hröð tæring…

Botnhreinsun

Hreinn skipsbotn dregur úr viðnámi og sparar eldsneyti.  Með tímanum myndast gróður og þörungar neðan sjávarmáls viðnám eykst.  Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á gróðurmyndun. Grófleiki yfirborðs skipa getur skipt máli, hversu mikið skipið liggur hreyfingarlaust og sólarljós geta haft veruleg áhrif á gróðurmyndun.  Ein algengasta og besta vörnin gegn gróðurmyndun er botnmálning.  Vegna…

Skrúfuhreinsun

Köfunarþjónustan er með sérhæfðan búnað til skrúfuhreinsunar og getur boðið upp á þjónustuna án þess að skipið verði fyrir rekstartruflunum. T.d er hægt að hreinsa skrúfuna á meðan verið er að landa úr skipinu. Búnaðurinn sem Köfunarþjónustan notar er sérhæfður til póleringa og með samanburðarmælingum er árangurinn metinn þar til viðunandi áferð er náð. Jafnframt…