Fjölgeislamælingar

Fjölgeislamælingar á hafsbotni ættu að vera lykilþáttur við allar framkvæmdir í sjó. Fjölgeislamælingar gefa nákvæma mynd af því hvað leynist undir yfirborði sjávar. Jarðfræðistofan hefur yfir að ráða Seabat T20 fjölgeislamæli frá Teledyne Reson sem er fjölhæfur mælir og nytist við flest verkefni í sjó hvort sem er framkvæmdamælingar, rannsóknir sem og leyt. Við úrvinnslu…

Umhverfismat

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér margvíslega vinnu við umhverfismat, sérstaklega vegna framkvæmda sem byggjast á efnistöku af sjávarbotni. Dæmi um þetta er umhverfismat vegna kalkþörungavinnslu úr Arnarfirði, malartekju af hafsbotni við innanverðan Faxaflóa og skeljasandstekju vegna hugmynda um magnesíumverksmiðju á Suðurnesjum.

Boranir og borkjarnar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér boranir og kjarnatöku úr lausum jarðlögum á hafsbotni eða vötnum. Einnig rannsókn kjarna, þ.m.t. lýsingu, kornastærðargreiningu, efnagreiningar o.fl. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið verkefni af þessu tagi víða um land, auk Færeyja og Grænlands. Boranir hafa gegnt mikilvægu hlutverki til staðfestingar og útvíkkunar á niðurstöðum endurvarpsmælinga. Kjarnaborunum hefur…

Klapparmælingar/Setþykktarmælingar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér seismiskar endurvarpsmælingar (e.seismic profiling), en það eru dýptarmælingar, sem mæla þykkt setlaga og dýpi klappar í botni, auk vatnsdýpis. Þessum mælingum hefur verið beitt í margvíslegu skyni hérlendis á undanförnum áratugum. Til dæmis hafa þær verið notaðar til að kortleggja kalþörungaset á Vestfjörðum og reikna rúmmál þess. Einnig hafa…