Botnskoðun getur verið nauðsynleg eftir að skipa hafa lent í áföllum eða tekið niðri. Köfunarþjónustan er vottuð af helstu tryggingarfélögum til að gera slíkar skoðanir . Í sumum tilvikum er hægt að fá undanþágu á því að fara með skip í slipp að undangenginni og vottaðri skoðun á botni skipsins. Botnskoðun innfelur ástandsskoðun á skrokki skipsins, botnmálningu, zinki, öxulþéttum, skrúfu, botnstykkjum, stýrisbúnaði og sjókistum/sjókælum.
Ráðlegt er að panta botnskoðun hjá Köfunarþjónustunni ef skip tekur niðri eða eitthver af eftirfarandi einkennum gera vart við sig:
- Titringur. Titringur getur myndast ef lítil beygla er á skrúfublaði. Oft er blaðið lagað með slípun.
- Ef álestur mæla er grunsamlegar eða grunur er um rangar mælingar á t.d. dýptarmælum eða öðrum mælingar sem tengdir eru botnstykkjum.
- Kælivatns -eða afgashiti er óðelilega hár. Þetta gæti verið af völdum gróðurs í sjókistum/sjókælum.
- Grunur leikur á olíuleka í þéttum.
Kafarinn er með áfasta kvikmyndavél meðferðis og getur verkkaupi fylgst með verkinu í rauntíma auk þess sem verkið er skráð á mynddisk. Að loknu verki fær verkkaupi mynddiskinn ásamt ástandsskýrslu.