Hreinn skipsbotn dregur úr viðnámi og sparar eldsneyti. Með tímanum myndast gróður og þörungar neðan sjávarmáls viðnám eykst. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á gróðurmyndun. Grófleiki yfirborðs skipa getur skipt máli, hversu mikið skipið liggur hreyfingarlaust og sólarljós geta haft veruleg áhrif á gróðurmyndun. Ein algengasta og besta vörnin gegn gróðurmyndun er botnmálning. Vegna umhverfissjónarmiða hafa mörg eiturefni í botnmálningu nú verið bönnuð og þar af leiðandi er vörn gegn gróður og þörungamyndun veikari en áður. Umhverfisvæn botnmálning krefst því tíðari botnmálunar með tíðari ferðir í slipp og rekstrartruflanir sem því fylgir.
Köfunarþjónustan ehf. býður botnhreinsun um land allt og hentar þjónustan öllum stærðum og gerðum skipa. Hægt er að panta þjónustuna með skömmum fyrirvara og er verkið framkvæmt á meðan skipið er bundið við bryggju. Botnhreinsunin tekur aðeins hálfan til tvo daga, eftir stærð skipsins og sem dæmi tekur hreinsun 400 brl. skips aðeins einn dag. Notaðir eru sérhannaðir glussaburstar sem hlífa málningunni betur en háþrýstiþvottur.
Ásamt botnhreinsuninni eru öll botnstykki og sjókistur hreinsuð í leiðinni og ástand zinks er skoðað. Verkið er kvikmyndað og getur verkkaupi skoðað framvindu hreinsunarinnar í rauntíma og fær að lokum skýrslu ásamt kvikmyndinni á disk.
Botnhreinsun getur sparað fé og fyrirhöfn. Eftir botnhreinsun má búast við minni eldsneytiseyðslu, auknum skriðhraða og auknu rekstraröryggi þar sem nemar og sjókistur eru hreinsaðar. Í sumum tilvikum er hægt að fresta ferð í slipp með samþykki tryggingarfélaga. Köfunarþjónustan ehf. er vottuð af helstu tryggingarfélögum.