Jólakortin skrifuð

Það er fátt sem veitir Kára köfunarstjóra meiri gleði en að skrifa jólakort. Í allan dag hefur hann unnið hörðum höndum að skrifa kortin. Hamingjan og umhyggjan sem hann leggur í hvert og eitt einasta er aðdáunarverð og fyllir alla starfsmenn okkar hreinum og óspilltum jólaanda.

Lagnavinna í Djúpuvík

Köfunarþjónustan hefur að undanförnu unnið að þvi að koma útrásarlögn fyrir í Djúpuvík á Reykjanesi fyrir Isavia. Það getur oft verið mikið um að vera þegar lögn er komið fyrir margt um manninn, bæði um borð í bátum og í sjó. Hins vegar er ekkert verk of stórt fyrir mannskapinn okkar og er lögnin komin…

Nýr og betri Prammi

Fjölvi hefur nú fengið upplyftingu og kominn á fullt í vinnu. Í vetur hefur verið unnið að því hörðum höndum að betrumbæta pramman með því að setja á hann nýja brú sem og að allur tækjabúnaður hefur verið uppfærður. Vinnuaðstaða er nú allt önnur og öryggi starfsmanna okkar mun betra með betri aðbúnaði.