Jólakortin skrifuð

Það er fátt sem veitir Kára köfunarstjóra meiri gleði en að skrifa jólakort. Í allan dag hefur hann unnið hörðum höndum að skrifa kortin.

Hamingjan og umhyggjan sem hann leggur í hvert og eitt einasta er aðdáunarverð og fyllir alla starfsmenn okkar hreinum og óspilltum jólaanda.