Nýr og betri Prammi

Fjölvi hefur nú fengið upplyftingu og kominn á fullt í vinnu. Í vetur hefur verið unnið að því hörðum höndum að betrumbæta pramman með því að setja á hann nýja brú sem og að allur tækjabúnaður hefur verið uppfærður. Vinnuaðstaða er nú allt önnur og öryggi starfsmanna okkar mun betra með betri aðbúnaði.