Umhverfismat

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér margvíslega vinnu við umhverfismat, sérstaklega vegna framkvæmda sem byggjast á efnistöku af sjávarbotni. Dæmi um þetta er umhverfismat vegna kalkþörungavinnslu úr Arnarfirði, malartekju af hafsbotni við innanverðan Faxaflóa og skeljasandstekju vegna hugmynda um magnesíumverksmiðju á Suðurnesjum.

Boranir og borkjarnar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér boranir og kjarnatöku úr lausum jarðlögum á hafsbotni eða vötnum. Einnig rannsókn kjarna, þ.m.t. lýsingu, kornastærðargreiningu, efnagreiningar o.fl. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið verkefni af þessu tagi víða um land, auk Færeyja og Grænlands. Boranir hafa gegnt mikilvægu hlutverki til staðfestingar og útvíkkunar á niðurstöðum endurvarpsmælinga. Kjarnaborunum hefur…

Klapparmælingar/Setþykktarmælingar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér seismiskar endurvarpsmælingar (e.seismic profiling), en það eru dýptarmælingar, sem mæla þykkt setlaga og dýpi klappar í botni, auk vatnsdýpis. Þessum mælingum hefur verið beitt í margvíslegu skyni hérlendis á undanförnum áratugum. Til dæmis hafa þær verið notaðar til að kortleggja kalþörungaset á Vestfjörðum og reikna rúmmál þess. Einnig hafa…