Lagnavinna í Djúpuvík

Köfunarþjónustan hefur að undanförnu unnið að þvi að koma útrásarlögn fyrir í Djúpuvík á Reykjanesi fyrir Isavia. Það getur oft verið mikið um að vera þegar lögn er komið fyrir margt um manninn, bæði um borð í bátum og í sjó. Hins vegar er ekkert verk of stórt fyrir mannskapinn okkar og er lögnin komin…

Nýr og betri Prammi

Fjölvi hefur nú fengið upplyftingu og kominn á fullt í vinnu. Í vetur hefur verið unnið að því hörðum höndum að betrumbæta pramman með því að setja á hann nýja brú sem og að allur tækjabúnaður hefur verið uppfærður. Vinnuaðstaða er nú allt önnur og öryggi starfsmanna okkar mun betra með betri aðbúnaði.

Hröðuð tæring (ALWC) við núll-stöðu sjávar á hafnarmannvirkjum

Draga má úr örverutæringu (microbially influenced corrosion, MIC,) tengdri hraðaðri tæringu við núll stöðu sjávar (accelerated low-water corrosion, ALWC) með uppsetningu annóða.

Tæring á stálmannvirkjum í höfnum er vandamál sem erfitt hefur reynst að ráða við. Umferð um illa farin mannvirki er orðin hættuleg og öll öryggismál eru í uppnámi. Staðbundin og hröðuð tæring er vandamál sem erfitt hefur reynst að taka tillit til við áætlanir um viðhald og rekstur hafnarmannvirkja.

Tæring í hafnarmannvirkjum, sem er umfram „staðaltæringu“ (0,10-0,15 mm á hlið á ári), getur framkallast ef hlífðarlag gegn tæringu er sífellt að mást af vegna rafstrauma eða vegna kemískra mengunarefna.

Örverur geta aukið hröðun tæringar og gert hana enn verri, sérstaklega í kringum núllstöðu sjávar. Þessi tæring í kringum núllið er þekkt sem örverutengd tæring (e: microbially influenced corrotion, eða MIC).