Nýr og betri Prammi

Fjölvi hefur nú fengið upplyftingu og kominn á fullt í vinnu. Í vetur hefur verið unnið að því hörðum höndum að betrumbæta pramman með því að setja á hann nýja brú sem og að allur tækjabúnaður hefur verið uppfærður. Vinnuaðstaða er nú allt önnur og öryggi starfsmanna okkar mun betra með betri aðbúnaði.

Hröðuð tæring (ALWC) við núll-stöðu sjávar á hafnarmannvirkjum

Draga má úr örverutæringu (microbially influenced corrosion, MIC,) tengdri hraðaðri tæringu við núll stöðu sjávar (accelerated low-water corrosion, ALWC) með uppsetningu annóða.

Tæring á stálmannvirkjum í höfnum er vandamál sem erfitt hefur reynst að ráða við. Umferð um illa farin mannvirki er orðin hættuleg og öll öryggismál eru í uppnámi. Staðbundin og hröðuð tæring er vandamál sem erfitt hefur reynst að taka tillit til við áætlanir um viðhald og rekstur hafnarmannvirkja.

Tæring í hafnarmannvirkjum, sem er umfram „staðaltæringu“ (0,10-0,15 mm á hlið á ári), getur framkallast ef hlífðarlag gegn tæringu er sífellt að mást af vegna rafstrauma eða vegna kemískra mengunarefna.

Örverur geta aukið hröðun tæringar og gert hana enn verri, sérstaklega í kringum núllstöðu sjávar. Þessi tæring í kringum núllið er þekkt sem örverutengd tæring (e: microbially influenced corrotion, eða MIC).

Umhverfismat

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér margvíslega vinnu við umhverfismat, sérstaklega vegna framkvæmda sem byggjast á efnistöku af sjávarbotni.

Dæmi um þetta er umhverfismat vegna kalkþörungavinnslu úr Arnarfirði, malartekju af hafsbotni við innanverðan Faxaflóa og skeljasandstekju vegna hugmynda um magnesíumverksmiðju á Suðurnesjum.

Boranir og borkjarnar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér boranir og kjarnatöku úr lausum jarðlögum á hafsbotni eða vötnum. Einnig rannsókn kjarna, þ.m.t. lýsingu, kornastærðargreiningu, efnagreiningar o.fl. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið verkefni af þessu tagi víða um land, auk Færeyja og Grænlands. Boranir hafa gegnt mikilvægu hlutverki til staðfestingar og útvíkkunar á niðurstöðum endurvarpsmælinga. Kjarnaborunum hefur…

Klapparmælingar/Setþykktarmælingar

Jarðfræðistofa Kjartans Thors tekur að sér seismiskar endurvarpsmælingar (e.seismic profiling), en það eru dýptarmælingar, sem mæla þykkt setlaga og dýpi klappar í botni, auk vatnsdýpis. Þessum mælingum hefur verið beitt í margvíslegu skyni hérlendis á undanförnum áratugum. Til dæmis hafa þær verið notaðar til að kortleggja kalþörungaset á Vestfjörðum og reikna rúmmál þess. Einnig hafa…